Þegar við erum ung er eins og við munum lifa endalaust. Við lifum í augnablikinu og okkar lífsmarkmið oft ekki skýr, við berumst sem lauf í vindi. Á einhverjum tímapunkti kemur að því að við þurfum að setjast niður og virkilega ákveða stefnu okkar í lífinu, hvað viljum við? Hvar er hamingjan ? Hvað lætur okkur líða vel, og hvað skiptir okkur raunverulega mestu máli ?