Þetta með púlsmælinn er ekki ósvipað og með mælaborðið í bílnum. Við erum með hraðamæli, snúningshraðamæli, kílómetramæli, allskonar viðvörunarljós, klukku o.fl. Allt þetta er ekki nauðsynlegt til þess að við getum keyrt bílinn frá A-Ö en það sannarlega veitir okkur góðar og mikilvægar upplýsingar um stöðu bílsins og hvernig hann er að vinna. Ef vantar olíu á bílinn og olíuljósið kviknar þá er það mál sem við þurfum að taka á hið snarasta.