fbpx

Of mikið upplýsingastreymi

Höfundur:   0 athugasemdir

Það hefur aldrei í sögunni verið búið til eins mikið efni, t.a.m. er hlaðið um 300 klukkutímum af efni inn á youtube á hverri mínútu”. Instagram er nú komið í 300 milljón notendur sem nota þá þjónustu reglulega og hefur vaxið um 50% s.l. 9 mánuði. Þessar tölur eru rosalegar þó ekki sé vægara sagt.

Hvernig höldum við utan um allar þessar upplýsingar ?
Ekki getum við keypt meira minni, það er ljóst. Ein leiðin að takmarka upplýsingastreymið til okkar, vera ekki að fylla hausinn okkar af upplýsingum sem gera ekkert fyrir okkur.

Ég er búinn að stunda það meðvitað í nokkur ár núna að velja vandlega hvaða upplýsingastreymi ég vel, ég skoða þær vefsíður sem höfða til mín og er tiltölulega fljótur að greina á milli hvort ég hafi áhuga á að lesa viðkomandi efni eða ekki. Fyrsta skrefið í þessu var nánast að henda sjónvarpinu. Það er slökkt á því næstum alla daga, ég horfi einstaka sinnum á þætti eða bíómyndir en hef almennt ekki kveikt á því, mér finnst meirihlutinn sem fer þar fram óspennandi og ég hef ekki áhuga á að það fangi athyglina mína.

Minimalismi
Ég mæli með að reyna einfalda þetta eins og hægt er. Ákveða hvað það er sem þú vilt skoða og fylgjast með og einbeita þér að því. Sleppa hinu.

Bent er ÍAK einkaþjálfari og auk þess með sterkan bakgrunn í vef- og markaðsmálum og vann m.a. um árabil við markaðs- og auglýsingamál hjá World Class. Bent var vefstjóri Kópavogsbæjar um árabil og hefur einnig unnið við margvísleg verkefni hjá mbl.is. Bent er ljósmyndari og hafa myndir eftir hann verið birtar í blöðum víðsvegar um heim. Hann er auk þess bæði tónlistarmaður og tónlistarkennari og brautryðjandi í fjarkennslu á gítar. Bent er einnig menntaður í garðyrkjufræðum frá Garðyrkjuskóla ríkisins.

Segðu þína skoðun...