Hvað er sykurstöðull / Glycemic Index ?

Í Háskólanum í Torondo Kanada, árið 1981, unnu Dr. David D. Jenkins og félagar við rannsóknir á hvaða mataræði væri best fyrir fólk með sykursýki. Í tengslum við þessar rannsóknir varð sykurstöðull, eða Glycemic Index (GI) skilgreindur af þessum rannsóknarhópi.

Sykurstuðull er töluleg stærð sem lýsir því hvaða áhrif mismunandi gerðir kolvetna hafa á blóðsykur. Hann lýsir í raun hversu hratt 50 g af tiltekinni fæðu umbreytist í sykur (glúkósa).

Fæða með lágan sykurstöðul er almennt talin hollari en sú með háan sykurstöðul.  Einnig er mikilvægt að athuga að mataræði sem leggur áherslu á fæðu með lágan sykurstöðul getur dregið úr hættu á sykursýki af tegund 2 (einnig stundum kölluð „áunninn sykursýki“) og getur einnig bætt sykurstjórnun hjá þeim sem hafa sykursýki.

 

Áhrif fæðu á blóðsykur

Sykurstöðullinn, hér eftir nefndur GI (Glycemic Index), segir til um áhrif tilteknar fæðu á blóðsykur. Fæða með háan sykurstöðul veldur hraðari og mikilli hækkun á blóðsykri, en hinsvegar fæða með lágan GI stöðul veldur minni og vægari hækkun á blóðsykri. Við ris á blóðsykri kemur hormónið insúlín til sögunnar, en það hefur það meginhlutverk að hjálpa líkamanum að nýta sykur (glúkósa) úr kolvetnum sem við borðum. Insúlín hjálpar líkamanum að nýta glúkósa sem orku eða geyma hann í lifrinni til þess tíma sem við þurfum meira af honum. Insúlín sér um að halda blóðsykrinum í skefjum, þannig að hann sé ekki of hár (hyperglycemia) eða of lár (hypoglycemia).

 

Bætt sykurstjórn

Með því að skoða GI gildi fæðunnar getum við reynt að draga úr blóðsykurssveiflum og dregið þannig úr líkum á insúlínóþoli.