fbpx

Nokkrir kostir við þjálfun með púlsmæli

Höfundur:   0 athugasemdir

Púlsmælar gera okkur upplýstari um það sem er að gerast í líkamanum hjá okkur. Slíkt kemur sér einstaklega vel á æfingu og jafnvel fyrir æfingu einnig því gott er að fylgjast einnig með hvíldarpúlsinum.

Púlsmælar koma í öllum verðflokkum og hafa mismunandi möguleika, hér eru nokkrir kostir við púlsmæla.

1. heilsubætandi
Að hreyfa sig reglulega er auðvitað af hinu góða en með því að taka æfingar (göngutúr jafnvel) þar sem púlsinn er c.a. 50-70% af hámarkspúlsi skilar umtalsverðum betri árangri en æfingar þar sem púlsinn fer lítið upp.

Púlsmælar taka að vísu ekki mið af öðrum hlutum eins og næringarástandi, svefni ofl. Til að fá sem besta mynd af ástandinu og ráðleggingar varðandi æfingarfyrirkomulag er best að leita til fagmanna, t.d. íþróttafræðinga, einkaþjálfara,lækna eða hjúkrunarfólks.

2. Fylgist með æfingarálagi
Með því að æfa skynsamlega og fylgjast með púlsmælinum getur þú fengið sem mest út úr æfingunni. Ert hvorki að æfa á of litlu- né of miklu álagi. Sumir púlsmælar bjóða upp á þann möguleika að stilla inn æfingarálag og púlsmælirinn lætur þig vita ef þú ert að að detta niður fyrir það eða fara upp fyrir.

3. Skynsöm æfing
Tölur frá púlsmælinum veita þér nauðsynlegar upplýsingar um æfinguna, hvort þú ert að leggja of mikið á þig yfir ákveðið tímabil. Slíkt getur leitt til ýmissa vandamála. Ef púlsinn er of hár fyrir, á meðan eða eftir æfingu getur verið merki um að líkaminn þurfi meiri hvíld.

4. Fylgjast með árangrinum
Sumir púlsmælar geta geymt margar æfingar og þú fylgst með árangri þínum yfir ákveðið tímabil.

5. Interval
Púlsmælar eru frábær tól í interval æfingar, eða þegar þú eykur og minnkar álagið á víxl. Eftir upphitun gætir þú t.d. rokkað á milli púlssvæða.

Heimild:
Polar.com

Bent er ÍAK einkaþjálfari og auk þess með sterkan bakgrunn í vef- og markaðsmálum og vann m.a. um árabil við markaðs- og auglýsingamál hjá World Class. Bent var vefstjóri Kópavogsbæjar um árabil og hefur einnig unnið við margvísleg verkefni hjá mbl.is. Bent er ljósmyndari og hafa myndir eftir hann verið birtar í blöðum víðsvegar um heim. Hann er auk þess bæði tónlistarmaður og tónlistarkennari og brautryðjandi í fjarkennslu á gítar. Bent er einnig menntaður í garðyrkjufræðum frá Garðyrkjuskóla ríkisins.

Segðu þína skoðun...