Spurning um að huga að snjallsímapásu ?

Snjallsímavæðingin hefur gleypt okkur öll ! Hvert sem farið er sjáum við fólk sokkið ofan í símann með skjábirtuna í andlitinu. Þetta á mest við um ungt fólk og unglingana en margir fullorðnir eru fastir í viðjum vanans. Allir keppast um að setja myndir af daglegu amstri sínu inn á samskiptamiðla og mikla og stórgera allt sem þeir eru að gera sem oft á tíðum er lítið merkilegt. Hugsið ykkur tímann sem snjallsíminn fær á kostnað því sem áður var. Enn eitt tækið sem kyrrsetur okkur ! Fólk er að fara seint að sofa því það gleymir sér í veröld sem snjallsíminn færir því og svo það fyrsta sem fólk gerir á morgnana er að teygja síg í símann. Síminn við matarborðið, síminn í bílnum, síminn í tímum, síminn á fundum, síminn í vinnunni, við erum meira að segja með skjábirtuna í andlitinu þegar við erum í kvikmyndahúsum ! Hugsið ykkur frelsið og tímasparnaðinn ef manni tækist nú að líta upp frá skjánum! Spurning um að huga að snjallsímapásu ?