Gerðu kviðæfingarnar rétt

Við erum með nokkur lög af kviðvöðvum sem allir hafa sitt hlutverk. Við þurfum að vera meðvituð um hvað við erum að gera til þess að fá sem mest út úr æfingunni og draga úr áhættu á meiðslum.

Þegar við gerum kviðæfingar þá þurfum við að huga vel að því hvernig við framkvæmum æfingarnar. Hér förum við yfir þessa dæmigerðu kviðæfingu og þau atriði sem ber að hafa í huga við gerð hennar til þess að fá sem mest út úr henni.