Ekki toga í hálsinn við vöðvabólgu

Við fáum oft vöðvabólgu í háls og herðar út af hreyfingarleysi eða einhæfum stöðum. Besta leiðin til að losa vöðvabólguna er að hreyfa vöðvana til að auka blóðflæðið.

Ekki toga í hálsinn

Mikilvægt er að toga ekki í hálsinn og teygja á honum því það veldur óþarfa álagi á hálsliðina.