Ég rakst á þessa snilldaræfingu hjá Nancy Halterman en hún er með meistaragráðu í þjálfunarfræðum og býr yfir áralangri þjálfarareynslu.
Fat Funeral byggir á snörpum interval skorpum í mismunandi halla og hraða. Æfinguna hennar hef ég gert nokkrum sinnum, hún er stórskemmtileg, virkar flókin við fyrstu sýn en svo er alls ekki.
Fat Funeral
Veldu þér skokk hraða á hlaupabretti. Nancy mælir með að byrjendur séu á 8km hraða, fólk í meðalgóðu formi sé á 9.5km hraða og fólk í góðu formi sé á 11.5km hraða. En auðvitað velur þú þér hraða sem hentar þér en þetta eru ágætis viðmiðunartölur. Við köllum þennan hraða „skokk“ í æfingunni hér að neðan.
| Skokk | 1 mín |
| 3% halli | 30 sek |
| 6% halli | 30 sek |
| 9% halli | 30 sek |
| Skokk | 1 mín |
| 4% halli | 30 sek |
| 8% halli | 30 sek |
| 12% halli | 30 sek |
| Skokk | 1 mín |
| 5% halli | 30 sek |
| 10% halli | 30 sek |
| 15% halli | 30 sek |
| Skokk | 2 mín |
| skokk + 4.5km hraði | 30 sek |
| skokk | 30 sek |
| skokk +5km hraði | 30 sek |
| skokk | 30 sek |
| skokk +5.5km hraði | 30 sek |
| skokk | 30 sek |
| skokk +6km hraði | 30 sek |
| skokk | 30 sek |
| skokk +6.5km hraði | 30 sek |
| skokk | 1 mín |
Samtals æfingartími: 15 mínútur






