Sund er meinhollt segir Guðmundur Hafþórsson íþróttafræðingur og sundþjálfari. Í þessum þætti Heilsumáls ræðir hann hér um heilsufarslegan ávinning af sundiðkun fyrir alla aldurshópa óháð þjálfunarástandi og fyrri afrekum.
Sund er fyrir ALLA. – Börn allt niður í 3 mánaða hafa möguleika á sundkennslu og fólk sem er 100 ára syndir. Um leið og þú kemur ofan í vatnið þá verður líkaminn þinn léttur, mjúkur og það skiptir ekki máli hversu gamall eða gömul þú ert líkamanum líður vel í vatni og þú í kjölfarið finnur til slökunar. Hversu gott væri að ná þeirri tilfinningu á hverjum degi.
Þú getur hlustað á viðtalið við Guðmund hér að neðan.