fbpx

Podcast: Skriðsund og kostir þess – Guðmundur Hafþórsson

Höfundur:   0 athugasemdir

Skriðsund er umræðuefni þessa þáttar. Guðmundur Hafþórsson yfirsundþjálfari sundfélagsins Ægis er mættur hér til að ræða við okkur um skriðsund frá mörgum vinklum.

Guðmundur er einnig aðdjúnkt hjá Háskóla Íslands í íþróttafræði við sundkennslu. Guðmundur er fyrsti íslendingurinn til að synda í 24tíma, alls 61.2km, þar sem hann syndi megnið af í skriðsundi.

Til þess að átta sig á þessu afreki þá eru 61.2km eins og vegalengdin frá Reykjavik til Selfoss og til baka að Ingólfsfjalli.

Hér er podcastið okkar Guðmundar um skriðsund, gjörið svo vel!

Bent er ÍAK einkaþjálfari og auk þess með sterkan bakgrunn í vef- og markaðsmálum og vann m.a. um árabil við markaðs- og auglýsingamál hjá World Class. Bent var vefstjóri Kópavogsbæjar um árabil og hefur einnig unnið við margvísleg verkefni hjá mbl.is. Bent er ljósmyndari og hafa myndir eftir hann verið birtar í blöðum víðsvegar um heim. Hann er auk þess bæði tónlistarmaður og tónlistarkennari og brautryðjandi í fjarkennslu á gítar. Bent er einnig menntaður í garðyrkjufræðum frá Garðyrkjuskóla ríkisins.

Segðu þína skoðun...