fbpx

Podcast: Hvað lærði ég af 2020 ?

Höfundur:   0 athugasemdir

Árið 2020 færði okkur miklar áskoranir en um leið margvísleg óvænt tækifæri. Hér setjumst við niður nokkur úr hópnum á bakvið vefinn Heilsumal.is og ræðum þann lærdóm og lexíur sem við lærðum af árinu 2020.

Viðmælendur í þessum þætti eru Sigrún Mjöll Halldórsdóttir, Berglind Rúnarsdóttir, Agnes Þóra Árnadóttir og Guðmundur Hafþórsson. Þáttarstjórnandi er Bent Marinósson.

Í þættinum skiptumst við á skoðunum um lærdóm af árinu 2020 og hvað við tökum með okkur í 2021, við skoðum breyttar lífsvenjur, tómstundir, sjálfsrækt og margt fleira sem ber á góma.

Bent er ÍAK einkaþjálfari og auk þess með sterkan bakgrunn í vef- og markaðsmálum og vann m.a. um árabil við markaðs- og auglýsingamál hjá World Class. Bent var vefstjóri Kópavogsbæjar um árabil og hefur einnig unnið við margvísleg verkefni hjá mbl.is. Bent er ljósmyndari og hafa myndir eftir hann verið birtar í blöðum víðsvegar um heim. Hann er auk þess bæði tónlistarmaður og tónlistarkennari og brautryðjandi í fjarkennslu á gítar. Bent er einnig menntaður í garðyrkjufræðum frá Garðyrkjuskóla ríkisins.

Segðu þína skoðun...