Nú er rétti tíminn til að setja niður matjurtir

Hollustu grænmetis verður seint lofað nóg. Það er fátt betra en grænmeti sem maður ræktar sjálfur. Afurðin getur orðið eins holl og kostur er og án allra eiturefna. Núna í enda maí/byrjun júní er akkurat rétti tíminn til að setja niður grænmeti og aðrar matjurtir.

Í nýlegu spjalli í þættinum Heilsumál fengum við frábær ráð hjá garðyrkjusnillingnum Guðríði Helgadóttur, eða Gurrý eins og hún er oftast nefnd. Við mælum sterklega með að hlusta á spjallið til að fá góða yfirsýn yfir matjurtaræktun sumarsins. Hægt er að hlusta á spjallið hér að neðan.