Náðu slökun með réttri öndun & fríköfun

Viðmælandi okkar að þessu sinni er Birgir Skúlason, kafari og fríkafari. Fríköfun er ekki eins og einn ágætur maður hélt fram að væri köfunarklúbbur Frímúrara. En fríköfun er ólíkt scuba köfun þar sem er ekki notast við öndunarkúta heldur haldið niður í sér andanum áður en viðkomandi fer undir yfirborðið.

Með því að huga að önduninni getum við haft áhrif á mjög margt í okkar líkamsstarfssemi. Það er til dæmis þekkt út yoga hvað öndun er stór þáttur af þeirri iðkunn. Í þessum þætti ræðum við Birgir öndun í víðu samhengi og mikilvægi hennar þegar kemur að fríköfun og halda niðrí sér andanum undir vatni. Með ákveðnum öndurnaræfingum og hugarstjórn er hægt að ná góðum tökum á líkamsstarfseminni sem gerir vant fólk að ná að vera undir vatni í margar mínútur án þess að anda. Í þættinum fer Birgir meðal annars yfir æfingar sem hjálpa okkur í amstri dagsins, að ná betri tökum á aðstæðum og öðlast meiri ró – hreinlega með nokkrum andardráttum!

Birgir brautryðjandi á sviði fríköfunar á Íslandi, hann hefur stundað íþróttina í hart nær 20 ár og kennt fríköfun í um 10 ár. Einnig hefur hann kennt reglulega námskeið um öndun og hvernig við getum aukið súrefnisupptöku okkar, náð betri endurheimt milli æfinga, haft stjórn á spennustiginu og lært að stjórna púlsinum betur.