Heilsumál, 1. þáttur – Kaloríur

Heilsumál er nýr þáttur hér á vefsíðunni þar sem við munum spjalla um allt sem viðkemur heilsu- og heilsutengdum málum. Í þessum fyrsta þætti settumst við Eva Stephensen niður og spjöllum um kaloríur.

[spreaker type=player resource=”episode_id=13214751″ width=”100%” height=”200px” theme=”dark” playlist=”false” playlist-continuous=”false” autoplay=”false” live-autoplay=”false” chapters-image=”true” hide-logo=”true” hide-likes=”true” hide-comments=”true” hide-sharing=”true” ]

Hvernig reiknar maður út hitaeiningar (kcal) úr matnum?

  1. Lesa á umbúðir: hitaeiningarnar eru oftast gefnar upp í kcal í 100 grömmum og þá þarf að reikna út frá því magni sem er borðað.
  2. Nota ísgem (íslenski gagnagrunnurinn um efnainnihald matvæla) til þess að finna út hitaeiningarnar. Þetta getur verið nauðsynlegt fyrir þær vörur sem eru ekki merktar með næringaryfirlýsingu, t.d ávextir og grænmeti.
  3. Ef vörur eru illa mektar og ekki hægt að finna út hitaeiningarnar á umbúðum þá er hægt að snúa sér til framleiðandans eða innflytjandans og biðja um þær upplýsingar, t.d bakaríisvörur.