fbpx

Hvað viltu geta gert og af hverju ?

Höfundur:   0 athugasemdir

Í þessum þætti ræðir Bent Marinósson við Guðbjörn Gunnarsson einka- og markþjálfa mál sem tengjast almennu heilbrigði.
Nefnir Guðbjörn mörg mikilvæg atriði sem við þurfum öll að fá að heyra og tileinka okkur.

Guðbjörn nefnir mikilvægi þess að framkvæma einskonar „ástandsskoðun“ þegar fólk kemur í þjálfun. Hún er nauðsynleg segir hann til margra hluta, ekki síst til að skoða hvað hefur virkað vel fyrir viðkomandi og hvað ekki. Einnig er hún mikilvæg til að hafa viðmið og það auðveldar yfirsýn og fylgjast með árangri.

Guðbjörn hvetur fólk til að keppast frekar við mittismál frekar en þyngd. Einnig hvetur hann fólk til að sinna andlega þætti þjálfunar og í lífinu almennt. Það er lykilatriði svo að fólk geti orðið besta útgáfan af sjálfum sér.

Bent er ÍAK einkaþjálfari og auk þess með sterkan bakgrunn í vef- og markaðsmálum og vann m.a. um árabil við markaðs- og auglýsingamál hjá World Class. Bent var vefstjóri Kópavogsbæjar um árabil og hefur einnig unnið við margvísleg verkefni hjá mbl.is. Bent er ljósmyndari og hafa myndir eftir hann verið birtar í blöðum víðsvegar um heim. Hann er auk þess bæði tónlistarmaður og tónlistarkennari og brautryðjandi í fjarkennslu á gítar. Bent er einnig menntaður í garðyrkjufræðum frá Garðyrkjuskóla ríkisins.

Segðu þína skoðun...