Börn eru oft viljugri til að smakka smoothies heldur en grænmetissafa því að þú getur þykkt þá með því t.d. að setja frosna ávexti eins og frosin banana, klaka og slíkt þannig að það verði meira eins og frosin eftirréttur.
Með því að drekka smoothies:
- Getur þú blandað svo miklu meira en bara grænmeti og ávöxtum þegar þú notar blenderinn – t.d. mjólk, klökum, hnetum, fræjum, gojiberjum, avokadó og banana (en þessi tvenna sem er einmitt óhentug í safapressuna), hnetusmjöri eins og möndlu- og kashewsmjöri, olíu, próteindufti, ofl. Hér er um að gera að nota hugmyndaflugið.
- Getur þú sparað þér tíma því að smoothie er hentugur sem morgunmatur eða sem millimál. Góður smoothie getur einnig komið í stað einstakra máltíða og athugaðu þá sérstaklega að hafa nóg prótein og fitu í drykknum t.d. með því að bæta við avokadó, hnetum og fræjum ásamt olíu eins og kókosolíu.
- Færð þú öll þau næringarefni úr grænmetinu og ávöxtunum eins og úr safanum ásamt því að þú færð allar trefjarnar.
- Verður þú saddari heldur en ef þú færð þér safann. Trefjarnar veita þér fyllinguna. Þar sem þú ert að blanda allan ávöxtinn jafnvel með hýðinu (ef þú ert með lífrænar vörur eins og epli) þá færðu auka trefjar úr því.
- Verður meltingin betri því að trefjarnar í smoothie hjálpa góðu bakteríunum í meltingarkerfinu að vinna vinnuna sína og þú ferð þínar reglulegu klósettferðir án vandamála.
- Nærðu betri blóðsykurstjórn og viðheldur orkunni lengur því að þegar grænmetið og ávextirnir eru sett í blender þá rífum við í sundur trefjarnar og frumuveggina sem auðveldar okkur þar með að melta fæðuna. Trefjarnar sjá til þess að það verður hægari upptaka á næringarefnunum í blóðinu ásamt því að koma í veg fyrir að blóðsykurinn hækki upp úr öllu valdi.
- Þarftu ekki eins mikið magn af grænmeti og ávöxtum eins og þú þarft þegar þú gerir safa.
Ein af auðveldustu og fljótlegustu leiðunum til að matbúa hráan mat er að blanda sér safa eða smoothie. Undirbúningstíminn er stuttur og þú getur búið til ljómandi bragðgóða safa og smoothies á örfáum mínútum. Smoothies eru einnig frábærir sem nesti og hægt að gera kvöldinu áður og grípa með sér.
Skál!
Sjá einnig:
Safar & Smoothies – 5 hagnýt ráð
Borðar þú grænmeti og ávexti daglega?
Þessi grein er hluti af stærri grein sem Ásthildur skrifaði og birtist í janúartölublaði tímaritsins MAN árið 2015. Fleiri hlutar úr stóru greininni munu birtast á næstu dögum.
Heilsukveðja frá Rotterdam,
Ásthildur Björns