fbpx

Mexíkó Lasagna

Höfundur:   0 athugasemdir

Þetta lasagna sem inniheldur ekkert kjöt er orðið fáránlega vinsælt hjá dætrunum.  En þetta er fyrsta grænmetislasagnað sem yngri dóttirin elskar – og ég er svo sannarlega búin að gera þau mörg!  Þetta lasagna er einnig upplagt að gera t.d. fyrri part dags og hita svo upp og bera á borð um kvöldið – þetta geymist vel og er einnig mjög gott daginn eftir.  Tortilla flögurnar sem ég notaði eru glútenlausar og kallast “Blue Chips frá Garden of Eatin’ “- nú veit ég bara ekkert hvort þær séu fáanlegar á Íslandi – en það er alltaf hægt að nota þá aðra tegund – já eða sleppa þeim.

Innihald:

 • 1 ½ tsk ólífuolía
 • 1 rauðlaukur – saxaður
 • 3 hvítlauksgeirar – saxaðir smátt
 • 1 appelsínugul paprika – söxuð í teninga (einnig hægt að nota gula)
 • 1 rauð paprika – söxuð í teninga
 • ½ rautt chilli – smátt saxað (ef þú vilt hafa þetta “spicy” þá er um að gera að bæta við chilli
 • ½ bolli maísbaunir
 • 1 bolli niðursoðnir smátt saxaðir tómatar
 • 1 bolli tómatpúrra
 • 2-3 bollar smátt saxað grænkál eða spínat
 • 1 dós svartar baunir – skolaðar og vökvinn látinn renna af þeim
 • 3 bollar soðin hýðishrísgrjón eða brún hrísgrjón
 • ½ bolli rifinn ostur
 • Tortilla flögur eftir smekk
 • Sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar eftir smekk

Kryddin

 • 1 msk chilli duft
 • 1 ½ tsk cumin
 • 1 tsk paprikuduft
 • ¼ tsk cayenne pipar – meira ef þú vilt hafa þetta “spicy”
 • ¼ tsk kóríanderduft

Aðferð:

 1. Byrjaðu á að sjóða hrísgrjónin (ca 1-1.5 bolli af ósoðnum grjónum með 2-3 bollum af vatni)
 2. Hitaðu olíuna rétt yfir meðalhita í djúpum stórum potti.
 3. Bættu við lauknum, hvítlauknum, paprikunni og chilli og steiktu í 5 mínútur eða þar til laukurinn er orðinn glær og paprika mjúk.
 4. Kryddaðu aðeins með sjávarsalti og svörtum pipar.
 5. Bættu öllum kryddunum út í ásamt gulu baununum, tómötunum, púrrunni, grænkálinu/spínatinu, baununum, hrísgrjónunum og ¼ bolla af rifnum osti.
 6. Hrærðu þessu öllu vel saman. Hér geturðu smakkað aðeins til og kryddað aðeins meira með salti & svörtum pipar ef þér finnst þurfa.
 7. Smurðu stórt eldfast mót með olíu og stilltu ofninn á 190 gráður.
 8. Helltu blöndunni í eldfasta mótið og dreifðu afganginum af rifna ostinum yfir. Hér er hægt að mylja smá tortilla flögur yfir og/eða hafa þær með sem meðlæti.
 9. Setjið álpappír yfir og bakið í 15 – 20 mínútur.
 10. Borið fram með miklu magni af fersku grænmeti.

Njóttu!

Með heilsukveðju frá Rotterdam,
Ásthildur Björns

Ásthildur Björnsdóttir

Móðir, eiginkona, hjúkrunarfræðingur B.Sc, ÍAK-einkaþjálfari og heilsumarkþjálfi frá IIN með mikinn áhuga á betri heilsu og heilsusamlegu mataræði.

Segðu þína skoðun...