fbpx

Mataræði og góð gildi

Höfundur:   0 athugasemdir

Ýmis góð gildi má tileinka sér þegar kemur að heilsusamlegu mataræði. Fjölbreytni er mikilvæg, að borða eins og náttúran gefur og velja hreinar afurðir, ekki unnið drasl sem inniheldur litla sem enga næringu. Gott getur verið að fá sér hreint kjöt, kjúkling eða fisk og fylla síðan diskinn af brúnum hrísgrjónum, sætum kartöflum og grænmeti.

Ímyndum okkur síðan kvarða frá 1 (að vera að deyja úr hungri) – 10 (að liggja á meltunni). Aldrei að verða svangari en 3 og aldrei saddari en 8. Mikilvægt er að gefa sér tíma til að borða, virkja skilningarvitin, finna lyktina af matnum, skoða samsetninguna, slaka síðan á, tyggja vel og njóta, ekki að horfa á sjónvarpið á meðan.

Tillögur að máltíðum:

Morgunmatur:
Lífrænn hafragrautur (glúteinlaus), setja 1 bolla ofan í skál og hella sjóðandi vatni yfir, má bæta við smá hunang, kanil og kannski nokkrar rúsínur!
Chia grautur, bara 2-3 msk í 5-700ml af vatni, gott að hafa í hristibrúsa.
Kinoa grautur
Létt AB mjólk (fyrir þá sem þola) og lífrænt spelt múslí. Má setja smá lífrænt hunang út í.
Gróft brauð (grímsbakarí), helst glúteinlaust eða spelt, með hreinum berjasultum og nýpressuðum ávaxtasafa.
Hrærð egg og grænmeti, t.d paprika og spínat.

Morgunhressing: Ávextir, grænmeti, salatbar, gróft, gluteinlaus brauð.
Líka snilld að fá sér boost. Dæmi: 2 bananar, slurkur af frosnum jarðaberjum, ananas og bláberjum. 1-2 skeiðar af hreinu mysupróteini. Bæta síðan í 250ml af vatni.
Hádegi: Venjulegur heimilismatur, forðast þó unnin matvæti eins og heitan eldinn, slík fæða, ef fæðu skal kalla er mjög næringarsnauð og mætti því kalla tómar hitaeiningar, sem er ávísun á fitusöfnun og vanlíðan.
En allavega, borða fjölbreytt, gott af fá sér hlaðborð, velja hreint kjöt, brún hrísgrjón, muna eftir grænmetinu og vatninu.

1-2 síðdegisbitar: Sama og morgunhressingin. Hér er t.d boostinn alveg málið! Grænn safi er líka alger snilld. Hér getur líka verið gott að fá lífræn hráfæðisstykki. T.d Pulsin, raw revolution og super bar.

Kvöldmatur: Eins og hádegisverður. Kaldur eða heitur, muna eftir grænmeti og fara sparlega og helst sleppa alveg sósum.

Kvöldbiti: Fitness popp popp, ávöxtur eða grænmeti. Vatn.

Drekktu vel af vatni 1-2 lítra á dag.

ATHUGIÐ eftir því sem líður á daginn minnkar afköst líkamans í að melta fæðuna og næra frumur okkar. Afköstin eru best á morgnana og minnka svo þegar á líður degi. Það að raða ofan í sig á kvöldin er því ekki góðs viti.
Borðaðu eins og Kóngur á morgnana, eins og prins í hádeginu og eins og betlari á kvöldin.

Út með sykur, hveiti og sykraðar mjólkurvörur (og helst allar nema létt AB og lífrænar)
Út með allt gos nema kristal og þess háttar.
Út með skyndibita, borða heldur á Gló eða Krúsku, heilsrétti á Nings og þess háttar

Það má vera einn nammidagur en reyndu samt að fá þér t.d. kaldan kristal og hollt snakk frekar en kók og bland í poka. Einnig er hægt að velja hollari ís.

Víðir Þór Þrastarson

Víðir Þór er íþrótta- og heilsufræðingur frá HÍ og heilsunuddari frá Nuddskóla Íslands.

Segðu þína skoðun...