Er þörf á fæðubótarefnum?

Fæðubótarefni eru matvæli ætluð sem viðbót við venjulegt fæði og ýmiss efni falla undir þennan flokk, s.s. vítamín, steinefni, lýsi og fjöldi efna ætluð til að bæta árangur í íþróttum og líkamsþjálfun.

Hversvegna taka inn fæðubótaefni ?
Margar ástæður geta verið fyrir því að fólk þurfi að taka inn fæðubótarefni til stryttri eða lengri tíma. Til dæmis: Til þess að leiðrétta skort á ákveðnu efni eða koma í veg fyrir skort, fólk með sjúkdóma sem veldur vanfrásogi, konur á barneignaraldri, óléttar konur og konur með barn á brjósti eru með aukna þörf fyrir ákveðin bætiefni, fólk sem búið er að útiloka einhverjar matvörutegundir gæti skort einhver ákveðin efni, íslendingar sem fá ekki nægt D-vítamín frá sólarljósinu, íþróttafólk með mikla orkuþörf getur hentað að fá hluta af orkunni í formi fæðubótarefna.

Stigvaxandi markaður
Fæðubótarefna markaðurinn fer ört stækkandi með stjarnfræðilega veltu á heimsvísu. Ómögulegt er að setja öll fæðubótarefni í einn og sama flokkinn og fara dæmi út frá því, því gagnsemi, gæði og notagildi þeirra er mismikil.

Fæðubótaefni á Íslandi

Helstu áhyggjuefni neyslu á fæðubótarefnum á Íslandi eru: ruglandi markaðssetning, eftirlit með innflutningi og markaðssetningu innfluttra vara er ábótavant, innihaldslýsingar eru oft lélegar eða flóknar og ruglandi fyrir neytandann.

Gott að temja sér gagnrýna hugsun og velta upp eftirfarandi spurningum áður en verslað er inn fæðubótarefni:

  • Hvert er markmið með inntöku efnisins?
  • Er hægt að gera breytingar á mataræðinu til þess að ná markmiðinu?
  • Er búið að sannreyna með vísindalegum rannsóknum að virka efnið í vörunni virki eins og framleiðandi segir?
  • Eru skammtastærðir og form virka efnisins í samræmi við magnið sem rannsóknir sýna að virki best?
  • Er hægt að treysta framleiðandanum, er varan með virta gæðavottun?
  • Er fæðubótarefnið skaðlaust og löglegt?
  • Hefur efnið frábendingar fyrir ákveðna hóp fólks, s.s óléttar konur, konur með barn á brjósti, sjúkdómar, milliverkanir við lyf, ofnæmi.

Á endanum er ábyrgðin í höndum neytanda, verum gagnrýnin og tökum upplýsta ákvörðun.