Hummus

Með því að gera þinn eigin hummus veistu nákvæmlega hver innihaldsefnin eru og ég tala nú ekki um sparnaðinn þegar þú býrð þetta til sjálf/ur.  Ef þú ert ekki þessi “leggja baunir í bleyti týpan”  þá er minnsta málið að nota kjúklingabaunir úr dós.  Þennan hummus er hægt að nota á hina ýmsu vegu t.d. sem ídýfu með niðurskornum gulrótum og agúrkum og sem viðbót ofan á salatið í hádeginu.


Innihald:

  • 2 msk ólífuolía
  • 2 msk sítrónusafi
  • 2 msk tahini
  • 2 hvítlauksgeirar
  • 1 dós eða 1.5 bolli kjúklingabaunir
  • 3 stk olíulegnir sólþurrkaðir tómatar
  • ½ tsk sjávarsalt
  • ½ tsk cumin
  • ½ tsk cayennapipar

Aðferð:

  1. Öllu blandað vel saman í blender.
  2. Tilbúið
  3. Geymist í lokuðu íláti í kæli í alveg 4-6 daga.

 

Njóttu!