Föstudagspizzan er mitt uppáhald þessa föstudagana. Uppskriftin er um ein ofnplata. Mæli með því að tvöfalda uppskriftina – þetta rýkur fljótt út! Þetta er líka virkilega góð pizza sem hægt er að nýta í afganga daginn eftir.
Innihald:
- 2 bollar möndlumjöl
- 2 egg
- 2 msk Extra Virgin ólífuolía
- 1 tsk sjávarsalt
- Smá ólífuolía á bökunarpappírinn
Aðferð:
- Hitaðu ofninn í 170°c
- Blandaðu öllu vel saman í skál. Ef þér finnst deigið vera of blautt þá geturðu bætt við smávegis af möndlumjöli. Eggjastærð getur nefnilega haft áhrif
- Penslaðu lítillega tvær arkir af bökunarpappír með ólífuolíunni.
- Settu deigið á miðjuna á annarri örkinni og settu svo hina örkina (með olíuhliðina niður) þar ofan á.
- Notaðu hendurnar eða kökukefli til að fletja deigið út. Ég hef mína pizzu frekar þunna.
- Efri bökunarpappírinn fjarlægður.
- Pizzan sett í ofn og bökuð í um 10-15 mín. Eða þar til miðjan er nánast bökuð.
- Pizzan tekin út og áleggið sett yfir.*
- Bökuð í um 15 mín í viðbót eða þar til grænmetið og áleggið er bakað og osturinn er bráðnaður.
- Borin fram t.d. með rucolla-salati og rifnum ferskum parmesanosti.
*Dæmi um uppáhaldsáleggið mitt: hvítlaukur, rautt chilli, ætiþistlar, sólþurrkaðir tómatar, svartar ólífur, ferskir tómatar, brokkolí og svo smá ostur.
Njótið!