fbpx

Eitt avókadó á dag lækkar kólestról

Höfundur:   0 athugasemdir

Í rannsókn sem var gerð í Pennsylvania State University study þar sem 45 manns í yfirvigt var sett á ýmist fitusnautt fæði, fæði með meðalfituneyslu með og án avakadó. Hjá hópnum sem var á fitusnauðu fæði lækkaði LDL kólestról um 7 mg/dl. Hópurinn sem var fæði með meðalfituneyslu, án avakadó, lækkaði LDL kólestrólið meira eða 8 mg/dl. En hópurinn sem var á meðalfituneyslu með avakadó lækkaði LDL kólestrólið mest, eða 14 mg/dl.

Rannsóknarhópurinn komst að þeirri niðurstöðu að eitt avakadó á dag, sem hluti af meðal fituríku fæði hafi greinilega góð áhrif á LDL kólestrólmagnið auk þess sem hvað avakadó innihaldi heilsusamlega fitu.

Avókadó er hægt að nota í næstum hvað sem er. Hægt að smyrja því á gróft brauð, nota það í boost, nota það í ommilettu (eggjahræru), í salat ofl. Einnig hægt að nota það í sósur og súpur og nota í stað smjörs til baksturs.

Heimildir:
https://clinicaltrials.gov/show/NCT01235832?link_type=CLINTRIALGOV&access_num=NCT01235832

Bent er ÍAK einkaþjálfari og auk þess með sterkan bakgrunn í vef- og markaðsmálum og vann m.a. um árabil við markaðs- og auglýsingamál hjá World Class. Bent var vefstjóri Kópavogsbæjar um árabil og hefur einnig unnið við margvísleg verkefni hjá mbl.is. Bent er ljósmyndari og hafa myndir eftir hann verið birtar í blöðum víðsvegar um heim. Hann er auk þess bæði tónlistarmaður og tónlistarkennari og brautryðjandi í fjarkennslu á gítar. Bent er einnig menntaður í garðyrkjufræðum frá Garðyrkjuskóla ríkisins.

Segðu þína skoðun...