Einföld og góð leið til þess að tryggja fjölbreytni í fæðuvali er að hugsa um að borða hverja fæðutegund ekki oftar en einu sinni á dag.
Dæmi: búin að borða brauðmáltíð í dag þá fæ ég mér eitthvað annað. Búin að borða skyr, banana, epli í dag að fá sér þá eitthvað annað. Hver fæðutegund hefur sína sérstöku samsetningu næringarefna og því mikilvægt að festast ekki í ákveðnum fæðutegundum. Margar korntegundir eru t.d. til sem hafa að geyma mismunandi næringarefni: bygg, hafrar, rúgur, hveiti, spelt.