fbpx

Tónaðu vöðvana með því að synda!

Höfundur:   0 athugasemdir

Vatn er meira en 700 sinnum þéttara en andrúmsloft, sem gerir sund að betri æfingu fyrir vöðvana en annars konar þolþjálfun á landi. Með sundi, færðu virkilega góða þolæfingu ásamt því að styrkja vöðvana og tóna þá. Þjálfun í vatni eða sund veitir mikið viðnám , sem virkar eins og lóð gera í ræktinni. Hinsvegar í vatni getur þú stjórnað mótstöðunni og fengið jafna þjálfun á alla vöðvana og það er óþarfi að telja endurtekningarnar eins og í ræktinni. Mótstöðunni í vatninu stjórnar þú með því hversu hratt þú ætlar að synda. Því ákveðnar sem þú tekur á því því meiri mótstaða er í vatninu og meira álag á vöðvana en í vatninu tekur þú aldrei of þung lóð 🙂

Hugsaðu vel um líkama þinn. VATNIÐ VIRKAR.

Heimild:
http://illumin.usc.edu/79/swimming-a-dragging-battle-against-the-forces-of-physics/

Guðmundur Hafþórsson

Guðmundur er afrekssundmaður til margra ára. Guðmundur er yfirþjálfari Sundfélagsins Ægis. enntaður íþróttafræðingur frá Kennaraháskóla Íslands 2008. Með sér áherslu á vatnsþjálfun. Guðmundur hefur starfað sem sundþjálfari frá árinu 1998 og kennt fólki á öllum aldri. Guðmundur er fyrsti og eini íslendingurinn sem hefur afrekað það að synda 24 tíma sund samfleytt. Sumarið 2014 afrekaði hann að synda samtals 61,1 km á þessum sólahring.

Segðu þína skoðun...