fbpx

Stóru augnsjúkdómarnir þrír

Höfundur:   0 athugasemdir

Það er oft gott að hugsa í þrennum, og það á líka við þegar kemur að augnsjúkdómum. Þrír stóru augnsjúkdómar eru samanlagt langalgengasta orsök fyrir sjónskerðingu, sérstaklega þegar aldurinn færist yfir. Það verður þó að muna að þeir geta komið upp hjá yngra fólkinu, þannig að allir ættu að fara í augnskoðun á a.m.k. 10 ára fresti og svo oftar eftir fimmtugt.

En þrir stóru augnsjúkdómarnir eru þessir:
1. Ský á augasteini
2. Gláka
3. Hrörnun í augnbotnum, stundum kölluð kölkun í augnbotnum.

Af þessum þremur er auðveldast að eiga við ský á augasteini, þar sem augasteinsskipti taka aðeins 10 mínútur. Gláka er alvarlegur ættgengur augnsjúkdómur og þarf að fylgjast vel með augunum ef gláka er í ættinni. Oftast er auðvelt að ráða við gláku með augndropum en stundum þarf að grípa til skurðaðgerða. Hrörnun í augnbotnum er alvarlegastur af þessum þremur, ekki síst þar sem erfiðast er að eiga við hann. Þó hafa framfarið orðið hraðstígar á undanförnum árum og verður vonandi hægt að hindra sjóntap af völdum sjúkdómsins í framtíðinni.

En mikilvægast er þetta: Fara til augnlæknis reglulega og hindra sjóntapið áður en það verður ef möguleiki er á.

Jóhannes Kári Kristinsson

Jóhannes útskrifaðist sem læknir frá Háskóla Íslands árið 1996. Hann útskrifaðist sem augnlæknir frá augndeild Duke háskólans í Norður-Karólínu árið 2000 og lauk síðan sérnámi í sjónlagsaðgerðum með laser og hornhimnulækningum ári síðar frá sömu augndeild. Hann hefur framkvæmt yfir 10.000 laseraðgerðir.

Segðu þína skoðun...