Kyrrsetan „drepur“ helmingi fleiri en offita

Kröftug ganga í 20 mínútur á dag getur verið nóg til að minnka líkur á ótímabærum dauðdaga, samkvæmt rannsókn sem var birt hjá The American Journal of Clinical Nutrition nú um miðjan janúar. Rannsóknin náði yfir um 334.000 Evrópska karlmenn og konur og komust rannsóknarmenn að þeirri niðurstöðu að tvöfalt fleiri andlát úr hópnum mætti tengja skort á hreyfingu en til þeirra sem voru í yfirþyngd. Þeir komust einnig að þeirri niðurstöðu að með því að auka hreyfinguna eilítið gæti haft töluverð heilsubætandi áhrif.

Til þess að meta tengingu milli líkamlegrar hreyfingar og ótímabærra dauðdaga, og aukinheldur tengingu við offitu, voru rannsakaðar upplýsingar um 334.161 manns víðsvegar í Evrópu. Milli áranna 1992 til ársins 2000 mældu rannsóknaraðilar hæð, þyngd og mittisummál þátttakenda auk þess sem þeir gáfu vitneskju um hversu virkir þeir voru í hreyfingu. Þátttakendum var svo fylgt eftir í 12 ár, á þeim tíma létust 21.438 þeirra og hafa rannsóknaraðilar birt niðurstöður sínar nú í the American Journal of Clinical Exercise.

Rannsóknaraðilar áætla, miðað tölfræði rannsóknarinnar, um dauði 337.000 manns af þeim 9.2 milljón sem látast í Evrópu árlega tengist tengt offitu (BMI yfir 30%) beint en tvöfalt fleiri eða um 676.000 manns látist árlega af ástæðum sem má rekja til kyrrsetu og hreyfingarlítils lífstíls. Fyri rannsóknir hafa sýnt fram á tengingu milli kyrrsetu og hjartasjúkdóma og krabbameins.

[show-rjqc id=”2″]

„Skilaboðin eru skýr: Smávægileg líkamsleg áreynsla daglega getur haft umtalsverð heilsubætandi áhrif fyrir kyrrsetufólk” – Ulf Eklund, yfirmaður rannsóknarinnar (Medical Research Council (MRC) Epidemiology Unit at the University of Cambridge)

90 – 110 kcal á dag
Rannsóknaraðilar sáu að með því að brenna c.a. 90-110kcal daglega (c.a. 20 mín rösk ganga), myndi þessi hreyfing daga úr líkunum á ótímabærum dauðdaga um 16-30%.

„Þó við höfum fundið að einungis 20 mínútur á dag breyti miklu, þá ættum við að leitast við að gera enn betur – líkamleg hreyfing hefur sannað heilsugildið sitt og ætti að vera hluti af okkar daglega lífi“, segir Ulf Eklund ennfremur.

Heimildir:
http://www.cam.ac.uk/research/news/lack-of-exercise-responsible-for-twice-as-many-deaths-as-obesity
http://ajcn.nutrition.org/content/early/2015/01/14/ajcn.114.100065.full.pdf+html