Eftir því sem skrokkurinn er þyngri eykst heildarálagið á líkamann. Það er ekki gott fyrir liðamótin til lengdar að burðast með mikla aukaþyngd. Hins vegar er styrktarþjálfun til þess fallin að styrkja líkamann og þar með talið liðamótin á þann hátt að hann geti betur tekist á við þess aukaþyngd. Það er til einföld þumalputtareglu um æskilega kjörþyngd en hún er út frá hæð. Ef einstaklingur er 180cm á hæð er æskilegt að hann sé um 80kg, nokkur kíló til eða frá. Ef hann er 190cm þá 90 kg o.s.frv. Taka þarf samt mið af vöðvamassa einstaklings en eðlisþyngd vöðva er umtalsvert meiri en eðlisþyngd fitu. Annað sem vert er að skoða að til er fyrirbæri sem heitir TOFI – thin on the outside but fat on the inside. En þá getur grannvaxið fólk verið með mikla iðrafitu og það er eitthvað sem vert er að vara sig á. Það er samt ekki auðvelt að komast að því hvort svo sé raunin. Það þarf segulómun til og eitthvað sem þarf að ræða fyrst við heimilislækni ef einhver einkenni koma fram. T.d ef grunur leikur á sykursýki 2 og þess háttar. Annað viðmið má nota en ef ummál yfir kvið er yfir 102 hjá körlum og 88 hjá konum er það eitthvað sem æskilegt er að minnka og það á að sjálfsögðu að gera með reglubundinni hreyfingu og heilsusamlegu mataræði.