Kólestról er fituefni sem er nauðsynlegt fyrir líkamann. Frumuhimnur þurfa kólestról og gegnir það sérstaklega mikilvægu hlutverki fyrir taugafrumur. Einnig þarf líkaminn kólestról við framleiðislu ýmissa hormóna eins og til dæmis testósteróns og estrógens.
Lifrin framleiðir mest af því kólestróli sem líkaminn þarfnast. Þessi framleiðsla er einstaklingsbundinn. Hátt kólestról í blóði er oft arfgengt.
Nokkrar tegundir eru til af kólestróli. Þegar blóðfita er rannsökuð þá eru eftirtaldar mælingar gerðar:
- Heildarmagn kólestróls
- LDL-kólestról, en þetta er oft kallað „vonda kólestrólið“. Það er sökum fylgni milli hás LDL-kólestróls og hættunar á hjartaáföllum, heilablóðfalli og fleiri sjúkdómum.
- HDL-kólestról, en þetta efni er oft kallað „góða kólestrólið“. Það er sökum öfugs fylgni milli HDL-kólestróls og hjarta-og æðasjúkdóma. Með öðrum orðum, því hærra sem HDL-kólestrólið er, því minni er hættan á hjarta- og æðasjúkdómum.
- Þríglýseríðar. Þessi fita er annars eðlis en kólestról. Hátt magn þríglýseríða í blóði er talið auka líkurnar á hjarta- og æðasjúkdómum.
Heimildir:
Kennsluefni ÍAK, einkaþjálfun.
https://www.visindavefur.is/svar.php?id=10975