fbpx

Get ég fengið æfingarprógram ?

Höfundur:   0 athugasemdir

Því miður virðast margir á þeim illrataða vegi að það sé til eitthvað algilt æfingarprógram sem henti öllum. Ábyrgir einkaþjálfarar skella ekki sínum viðskiptavinum í staðlaða þjálfunaráætlun. Að vísu eru margar æfingar sem má flokkast sem grunnæfingar sem gott er að byggja ofan á. En hér erum við að tala um nákvæmari æfingarætlun sem er sniðin að okkar viðskiptavini og margt þarf að hafa í huga.

Hér eru nokkrar ástæður fyrir því að þú ættir ekki að nota staðlaða þjálfunaráætlun, eða æfingarprógram.

1. MEIÐSLASAGA

Hvernig er stoðkerfið þitt, bakið, hnén, ökklar ofl. ? Ertu að fást við, eða lent í einhverjum meiðslum sem gætu haft áhrif á frammistöðu þína í æfingum nú ? Þetta er mjög mikilvægt til þess að gömul meiðsli taki sig ekki upp eða þú farir að hlífa þér í æfingum sem henta þér ekki og beita þér vitlaust, sem gæti hæglega kallað á önnur og ný meiðsli.

2. LÍKAMSSTÖÐUGREINING

Góður einkaþjálfari getur látið þig framkvæma einfalt próf til þess að átta sig á líkamsstöðu þinni, séð hvort hægt sé að bæta hana og með þekkingu sinni útbúið æfingarprógram sem hentar þér miðað við núverandi stöðu. Þarna kemur margt inn í, svo sem stuttir vöðvar, vöðvar sem skorta styrk ofl. Það er mjög mikilvægt að æfingaráætlun þín taki mið af þessu.

3. STYRKTARÆFINGAR RÉTT GERÐAR

Það er afskaplega mikilvægt að þú framkvæmir æfingarnar rétt, beitir líkamanum rétt og setir passlega mikið álag á hann. Röng líkamsbeiting og of mikið álag er ávísun á meiðsli. Góður einkaþjálfari fylgist grannt með þér og leiðréttir þig í æfingum, að líkamsstaðan sé rétt og einnig að þú sért með hæfilegar þyngdir miðað við það sem þér hentar það sinnið.

4. RÉTTAR TEYGJUR

Teygjur eru líklega einn sá æfingarhluti sem fær alltof mikla athygli, alltof algengt er að fólk stundi bara alls engar teygjur. Teygjur eru nauðsynlegt til að halda vöðvum sveigjanlegum, strekum og heilbrigðum. Það er akkurat það sem við þurfum til að halda eðlilegri hreyfigetu á liðamótum. Ef ákveðinn vöðvi er of stuttur þá getur hann ekki framkvæmt nægilega vel það verkefni sem honum er falið. Það kallar á aukið álag á liðamót og aðra vöðva í kring.

Bent er ÍAK einkaþjálfari og auk þess með sterkan bakgrunn í vef- og markaðsmálum og vann m.a. um árabil við markaðs- og auglýsingamál hjá World Class. Bent var vefstjóri Kópavogsbæjar um árabil og hefur einnig unnið við margvísleg verkefni hjá mbl.is. Bent er ljósmyndari og hafa myndir eftir hann verið birtar í blöðum víðsvegar um heim. Hann er auk þess bæði tónlistarmaður og tónlistarkennari og brautryðjandi í fjarkennslu á gítar. Bent er einnig menntaður í garðyrkjufræðum frá Garðyrkjuskóla ríkisins.

Segðu þína skoðun...