CLA (conjugated linoleic acid)

Höfundur:   0 athugasemdir

CLA er ómettuð fitusýra sem finnst náttúrlega í litlu magni í fullfeitri mjólk, kjöti og osti. CLA í fæðubótarefnaformi er venjulega búið til úr jurtaolíum.

Virkni?
Þetta efni er aðallega markaðssett sem fitubrennsluefni en líka við hinum ýmsu kvillum, ég ætla að tala um í tenglsum við fitubrennslunni. Það er sagt að það örvi ensímið lipase (sem losar fitu frá fitufrumunum) og bæli niður hormónið lipoprotein lipase (sem breytir fitu í fitufrumur).

Hvað segja vísindin?
Rannsóknir á CLA í tilraunadýrum hafa gefið jákvæð áhrif á fitubrennslu. Það er ekki hægt að yfirfæra þessar rannsóknir beint yfir á menn en þær sem hafa verið gerðar á mönnum hafa gefið misvísandi niðurstöður. Einhverjar hafa sýnt að CLA í fæðubótarefnaformi minnki líkamsfitu, á meðan að aðrar sýna engin áhrif. Niðurstöður úr yfirlitsgreinum sem draga saman niðurstöður margra rannsókna sýna að CLA gefur smávægilegan mun á líkamssamsetningu hjá mönnum en líklegast litla klíníska þýðingu. Þörf er á frekari rannsóknum.

Skammtastærðir
Flestar rannsóknir hafa verið að nota 3-5 g/dag, í þremur skömmtum yfir daginn. Engar þekktar aukaverkanir af hóflegri inntöku af CLA hjá heilbrigðum einstaklingum.

 

Heimildir:

Bean, A., The complete guide to sport nutrition. 7 ed. 2013, London: Bloomsburry Publishing.

Onakpoya, I.J., P.P. Posadzki, L.K. Watson, L.A. Davies, and E. Ernst, The efficacy of long-term conjugated linoleic acid (CLA) supplementation on body composition in overweight and obese individuals: a systematic review and meta-analysis of randomized clinical trials. Eur J Nutr, 2012. 51(2): p. 127-34.

Hrafnhildur er með B.Sc gráðu í Líffræði frá Háskóla Íslands 2008. Meistarapróf í Næringarfræði frá Háskóla Íslands 2011. ÍAK- einkaþjálfun frá Íþróttaakademíu Keilis 2012. Hrafnhildur starfar sem næringarfræðingur og einkaþjálfari í Hreyfing heilsulind.

Segðu þína skoðun...