C vítamín

C-vítamín (askorbínsýra) er þýðingarmikið fyrir ónæmiskerfi líkamans, en það er m.a. vörn líkamans gegn veirum og bakteríum.

Vatnsleysanlegt eða fituleysanlegt ?

C-vítamín er vatnsleysanlegt og skilst því umframmagnið út með þvagi og afleiðingar af ofneyslu að mestu skaðlausar.

Uppruni í náttúrunni

Sítrusávextir (sbr. appelsínur, greip, sítrónur), kartöflur, tómatar, spergilkál/broccoli, jarðarber, spínat, laufgrænt grænmeti, papríka, kiwi

C-vítamín er mjög viðkvæmt fyrir hita og súrefni. Því er best að fá C-vítamín með neyslu ferskra ávaxta og grænmetis.

Ráðlagður dagskammtur

75mg fullorðnir einstaklingar
30-50mgr börn (2-13 ára)
85mg þungaðar konur
100mg konur með barn á brjósti

Efri mörk á dag

1000mg

Efri mörkin miðast við það magn sem óhætt er að neyta daglega yfir lengri tíma, án þess að það sé talið hafa neikvæð áhrif á heilsu. Gildin eru fyrir heilbrigða, fullorðna. Það er veruleg óvissa í nokkrum gildanna og þau ber því að nota með varúð fyrir einstaklinga. Efri mörkin eiga ekki endilega við Í þeim tilfellum þegar bætiefni eru tekin undir eftirliti læknis.

Skortseinkenni

  • C-vítamín kemur í veg fyrir skyrbjúg er hann lífshættulegur hörgulsjúkdómur.
  • Blóðleysi
  • Slappleiki
  • Þreyta.

Til fróðleiks

  • Flest dýr eru fær um að framleiða C-vítamín, en maðurinn er einn fárra tegunda sem eru ekki fær um það.
  • C-vítamín bætir upptöku járns úr grænmeti og skyldum mat, allt að fjórfalt.
  • C-vítamín bætir hinsvegar ekki upptöku járns úr kjöt- og blóðmat.
  • Reykingarfólk þurfa næstum helmingi stærri skammt af C-vítamíni en bindindismenn til að taka upp jafn mikið af vítamíninu í blóðið.

Heimildir:
Kennsluefni í Næringarfræði, ÍAK. Höf:  Hrafnhildur Eva Stephensen, næringarfræðingur.
http://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item21457/Radlagdir_dagskammtar_af_vitaminum_og_steinefnum_2013.pdf
http://doktor.is/grein/c-vitamin
http://www.visindavefur.is/svar.php?id=6461