Við beinagrindina tengjast u.þ.b. 300 vöðvar sem hafa það hlutverk að hreyfa liði líkamans. Hægt er að hugsa vöðva sem einskonar gúmmíteygjur sem er togað er í til að skapa hreyfingu í liðum. Því teygjanlegri sem vöðvarnir eru því mýkri verða hreyfingarnar okkar.
Vöðvar sem eru lítið notaðir verða ekki sterkari – þvert á móti þá styttast þeir og verða stífir, það getur á endanum orsakað óþægindi og sársauka. Það er m.a. ein af ástæðunum fyrir því að við getum fengið tak í bakið við lítið álag sbr. að færa til húsgögn.
Mismunandi teygjur
Teygjum er oft skipt í kyrrstöðuteygjur, virkar – og óvirkar teygjur, hreyfiteygjur, fjaðrandi teygjur og samsettar teygjur.
Þær teygjur sem flestir kannast við eru kyrrstöðuteygjur.
Hvenær á að teygja ?
Teygjur geta virkað sem forvörn gegn meiðslum og einnir eru þær líka stundum notaðar sem hluti af meðferð við meiðslum. Teygjur eru framkvæmdar ýmist fyrir eða eftir æfingu, eða jafnvel bæði fyrir og eftir æfingu. Mikilvægt er að hita vel up áður en farið er í teygjur.
Á að teygja jafnt ?
Það er mikilvægt að halda ákveðnu vöðvajafnvægi og mikilvægt fyrir okkur að gera okkur grein fyrir hreyfigetu líkama okkar. Við þurfum að hafa ákveðna hreyfigetu í meginliðum líkamans og þar spila vöðvar lykilhlutverk. Stundum er hreyfigetan jafnvel of mikil og þá er engin þörf leggja áherslu á að teygja þau svæði. Ef hreyfigetan er skert þá þarf auðvitað að leggja áherslu á það. Þetta getur þýtt að við þyrftum e.t.v. að teygja meira á öðrum fætinum en hinum.
Til þess að vöðvar haldi styrk sínum og teygjanleika er mikilvægt fyrir okkur að teygja vöðvana reglulega. Við teygjurnar verða vöðvarnir liðugri og styrkjast. Þeir verða þá hæfari að takast á við það álag sem þeir kunna að verða fyrir.
Heimildir:
https://www.health.harvard.edu/staying-healthy/the-importance-of-stretching
https://www.visindavefur.is/svar.php?id=68979
Prescriptive Stretching (2011) – Kristian Berg
https://www.loc.gov/rr/scitech/mysteries/muscles.html