Ávextir & vindverkir!

Þeir allrahörðustu í safabransanum segja að þú ættir að forðast að blanda saman ávöxtum og grænmeti. Það gildir reyndar einnig með aðra fæðu að þú ættir að forðast að blanda saman ávöxtunum við annað. Helst ættirðu að borða ávextina sér og það á fastandi maga því að þegar þú borðar ávexti þá notarðu önnur meltingarensím heldur en þegar þú borðar t.d. grænmeti.

Ef þú hinsvegar blandar þessu tvennu saman og jafnvel með fleiri fæðutegundum þá fer ýmislegt í gang í meltingarfærunum og meltingin á þessu öllu tekur mislangan tíma og þú getur þar með fundið fyrir miklum vindverkjum.

Það góða er að það eru tvær undantekningar því þú getur blandað eplum og gulrótum við hvað sem er.

Forðastu samt að hafa miklar áhyggjur af þessu og láttu þetta alls ekki stöðva þig í að auka neyslu þína af þessum náttúrulegu vítamínbombum – þú veist þá af hverju vindverkirnir eru ef þú blandar ávöxtunum og grænmetinu saman.

Sjá einnig:

Smoothies – endalausir möguleikar!

Safar – fljótleg orkuskot

Safar & Smoothies – 5 hagnýt ráð

Borðar þú grænmeti og ávexti daglega?

 

Þessi grein er hluti af stærri grein sem undirrituð skrifaði og birtist í janúartölublaði tímaritsins MAN árið 2015.

Heilsukveðja,
Ásthildur Björns