Augnakonfekt. 11 fæðutegundir sem viðhalda heilbrigði augans

Er maturinn sem þú borðar góður fyrir augun þín? Flestum dettur gulrætur í hug en það er ekki það eina. Líttu á hvaða fæðutegundir innihalda mestu hollustuna fyrir augun þín og varna gegn helstu augnsjúkdómum

Fiskur

Fisktegundir eins og lax, túnfiskur, sardínur og makríll innihalda mikið magn af omega-3 fitusýrum, sem verja gegn þurrum augum, hvarmabólgu og augnbotnahrörnun.
lax_90162940

Dökkgrænt grænmeti

Spínat, grænkál og rósakál eru í hópi þeirra fæðutegunda sem innihalda ríkulegt magn af lutein og zeaxanthíni. Þetta eru mikilvæg litarefni í plöntunum sem hafa sýnt sig að hafa hamlandi áhrif á sumar gerðir augnbotnahrörnunar. Lutein og zeaxanthín er m.a. innihaldsefni í augnbotnavítamínum, s.s. Ultra Macular.
grænmeti_138027695

Egg

Eggjarauður innihalda einnig lutein og zeaxanthín, sem eins og lýst er við myndina hér á undan hefur hamlandi áhrif á sumar gerðir augnbotnahrörnunar. A-vítamín er sérlega mikilvægt í auganu og vöntun þess veldur ýmsum augnsjúkdómum. Meðal annars hjálpar A-vítamín við að halda hornhimnu augans heilbrigðri.
egg_167563622

Kínóa

Fæða sem inniheldur lágan sykurstuðul, líkt og kínóa, brún hrísgrjón, heilir hafrar og heilhveitibrauð, geta minnkað hættu á augnbotnahrörnun. Þessi fæða er einnig rík af E-vítamíni, sínki og níasín sem hafa einnig góð áhrif á augnheilsu almennt.
quinoa_131489762

Sítrusávextir

Appelsínur, greipávöxtur, sítrónur og ber innihalda mikið magn C-vítamíns sem minnkar líkur á skýmyndun á augasteini og ellihrörnun í augnbotni.
sitrus_166244687

Hnetur

Pistasíuhnetur, valhnetur og möndlur eru stútfullar af omega-3 fitusýrum og E-vítamíni sem hvor tveggja gleðja augað.
hnetur_135686771

Litríkt grænmeti og ávextir

Gulrætur, tómatar, paprikur, jarðarber, maís og melónur innihalda mikið magn A og C vítamíns. Karotenóíðar – þ.e. efnin sem gefa þessum ávöxtum og grænmeti lit sinn – hafa jákvæð áhrif á þó nokkra augnsjúkdóma.
gulrætur_137051636

Baunir

Nýrnabaunir, svartaugnabaunir og linsubaunir innihalda bíóflavonóíða og sínk, efni sem geta haldið sjúkdómum í sjónhimnu í skefjum eins og hrörnun í augnbotni.
baunir_93552583

Lýsi og hörfræolía

Þessi bætiefni innihalda omega-3 fitusýrur og hafa margvísleg heilsubætandi áhrif. Þau geta minnkað einkenni þurra augna og hvarmabólga auk þess sem þau geta dregið úr líkum á ellihrörnun í sjónhimnu.
omega3_190286207

Sólblómafræ

Þessi meinhollu fræ innihalda gnægð af bæði E-vítamíni og sínki sem hjálpa til við að viðhalda heilbrigði augnanna.
sólblómafræ_59286190

Nautakjöt

Þetta kjöt inniheldur töluvert magn af sínki sem hjálpar líkamanum að frásoga A-vítamín og hefur verndandi áhrif á sumar tegundir ellihrörnunar í sjónhimnu.
beef_168439214