Af hverju að synda?

Það eru fjölmargar ástæður fyrir því afhverju þú ættir að synda. Á komandi vikum ætla ég að fara yfir þó nokkrar þeirra og til að byrja með þá ætla ég að tala um kosti þess fyrir líkamann þinn.

Sund er svo köllluð mjúk hreyfing og þú flýtur vel í vatni. Þetta verður til þess að þegar þú syndir þá eru ekki sífellt högg á liði og bein því líkami þinn er verndaður í vatninu. Þegar þú syndir þá notar þú fjölmarga vöðva og nærð þannig að styrkja þá vel ásamt því að bæta þol og auka liðleika.

Hugsaðu vel um líkama þinn. VATNIÐ VIRKAR.