fbpx

Þrekpróf slökkviliðsmanna höfuðborgarsvæðisins

Höfundur:   1 Comment

Hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins (SHS) starfa um 160 manns, flestir þeirra eru á vöktum og sinna sjúkraflutningum ásamt útköllum á brunabílum.

Menn þurfa að vera í góðri þjálfun
Gerðar eru miklar kröfur til hæfni og þjálfunar þeirra sem starfa á útkallssviði slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Það kallar á mikla menntun og þjálfun sem er í stöðugri endurskoðun. Starfsmenn þurfa meðal annars að standast strangar kröfur um líkamsþjálfun og gangast reglulega undir þrekpróf.

Þrekpróf 1x á ári
Allir þeir starfsmenn sem sinna útköllum fara í þrekpróf einu sinni á ári. Við hittum Elías Níelsson, íþróttafræðing og íþróttaþjálfara SHS, þar sem hann var með slökkviliðsmenn í þrekprófum og hann fer yfir ferlið með okkur.

Bent er ÍAK einkaþjálfari og auk þess með sterkan bakgrunn í vef- og markaðsmálum og vann m.a. um árabil við markaðs- og auglýsingamál hjá World Class. Bent var vefstjóri Kópavogsbæjar um árabil og hefur einnig unnið við margvísleg verkefni hjá mbl.is. Bent er ljósmyndari og hafa myndir eftir hann verið birtar í blöðum víðsvegar um heim. Hann er auk þess bæði tónlistarmaður og tónlistarkennari og brautryðjandi í fjarkennslu á gítar. Bent er einnig menntaður í garðyrkjufræðum frá Garðyrkjuskóla ríkisins.

Segðu þína skoðun...