fbpx

Sund, Hreyfing og andleg heilsa

Höfundur:   0 athugasemdir

Hreyfing er gríðarlega mikilvæg fyrir líkamann okkar og ekki síður til að vinna með andlega heilsu. Eins og þjóðfélagið er í dag þá er oft á tíðum allt á yfirsnúning hjá okkur. Mikið af fólki þjáist af kvíða og áhyggjum yfir hinum og þessum hlutum. Fjölskyldu, peningum, vinnu o.s.frv.

Sund gegn streitu og kvíða

Að synda getur unnið á þessum vandamálum, streitulosandi og kvíðastillandi. Samkvæmt breskri grein þá hefur rannsókn í Bretlandi sýnt framá að fara og synda hafi hjálpað 1.4 milljónum Breta að minnka einkenni þeirra sem kljást við þunglyndi og kvíða.

Það að vera í vatni veitir okkur vellíðan. Eins og ég hef áður komið inna þá er það streitulosandi að liggja í vatni, að synda og hreyfing almennt 30 mínútur 3x í viku hefur sýnt fram á að það lækki streitustuðul, bætir svefn, bætir skap, eykur kynorku, bætir kraft og þol.

Þetta þarf ekki að vera mikið til að bæta líf okkar. Ég hvet þig því kæri lesandi að standa upp og setja þér dagskrá. Koma hreyfingu og sundi inn í líf þitt.

Heimildir:
https://www.swimming.org/swimengland/new-study-says-swimming-benefits-mental-health/
https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC1470658/

Guðmundur Hafþórsson

Guðmundur er afrekssundmaður til margra ára. Guðmundur er yfirþjálfari Sundfélagsins Ægis. enntaður íþróttafræðingur frá Kennaraháskóla Íslands 2008. Með sér áherslu á vatnsþjálfun. Guðmundur hefur starfað sem sundþjálfari frá árinu 1998 og kennt fólki á öllum aldri. Guðmundur er fyrsti og eini íslendingurinn sem hefur afrekað það að synda 24 tíma sund samfleytt. Sumarið 2014 afrekaði hann að synda samtals 61,1 km á þessum sólahring.

Segðu þína skoðun...