Þegar við erum ung er eins og við munum lifa endalaust. Við lifum í augnablikinu og okkar lífsmarkmið oft ekki skýr, við berumst sem lauf í vindi. Á einhverjum tímapunkti kemur að því að við þurfum að setjast niður og virkilega ákveða stefnu okkar í lífinu, hvað viljum við? Hvar er hamingjan ? Hvað lætur okkur líða vel, og hvað skiptir okkur raunverulega mestu máli ?
Eftirsjá
Margt eldra fólk sem ég hef rætt við talar mikið um eftirsjá. Það sér eftir að hafa ekki stokkið á tækifæri þegar þau buðust. Ég þekki þetta vel sjálfur og hef reynt að nýta mér þessi tækifæri betur og það veitir mér mikla lífsfyllingu og ég hvet þig að gera slíkt hið sama.
Horfst í augu við dauðan
Það hljómar etv. svartsýnt að horfast í augu við dauðann á okkar blómaskeiði, en því fyrr sem við áttum okkur á því að lífið er leikur sem við munum ekki vinna, því betra. Okkar lífskeið spannar takmarkaðan tíma og því mikilvægt fyrir okkur að nýta hann eins og við viljum.
Takmarkaður tími
Við höfum takmarkaðan tíma til að njóta og vera til, nýtum hann! Leitum inn á við, finnum það sem veitir okkur vellíðan og hamingju og eltum það. Hamingjan færst ekki keypt.
Ég rakst á þessa góðu setningu um daginn:
„Life is not a problem to be solved, but a reality to be experienced.“
Tíminn er núna gott fólk. Lífið er yndislegt ef við kunnum að njóta þess.