Tuttugu og tveir einstaklingar (13 konur og 9 karlar) á aldrinum 25-75 ára með sögu af bakvandamálum, verk í öxlum, stífleika í hrygg eða almenn svefnvandamál tóku þátt í svefngæðarannsókn sem var framkvæmd í Oklahoma State University Program of Health and Human Performance.
Ásamt háskólanum þá voru tvær kírópraktorstofur viðloðnar verkefnið, þau ráðlögðu þátttakendum með val á rúmi, sæng og koddum og mældu svo árangur eftir 28 daga.
60% betri svefn
Eftir þessa 28 daga kom ljós hjá þátttakendum að bakverkur hafði minnkað um 57%, verkir í öxlum um 60%, stífleiki í hrygg um 59% og almenn svefngæði batnað um 60%.
Við verjum þriðjungi ævinnar í svefn. Það er sem betur fer æ meiri áhersla á mikilvægi svefns, og að hámarka gæði hans. Þessi rannsókn er góð áminning til okkar að gæta að vali á góðu rúmi, góðum kodda og góðri sæng.