Einn helst svefnsérfræðingur heims, Mathew Walker, sem skrifaði metsölubókina „Why we sleep“ (Þessvegna sofum við) leggur ofur áherslu að ná góðum nætursvefni um hverja nóttu.
Bælt ónæmiskerfi tengt minni svefni
Ég hef hlustað á fjölmörg viðtöl við Mathew Walker þar sem hann fer yfir svefnrannsóknir sínar og síns teymis. Hann nytir hvert tækifæri til að tala um mikilvægi þess að mæta grunnsvefnþörf okkar á hverri nóttu. Þ.e. ná að minnsta kosti 7-8 klst af samfelldum svefni á hverjum sólarhring.
Ónæmiskerfið okkar nýtur liðsinnis T-drápsfruma sem hjálpar okkur að berjast við sýkingar af margvíslegu tagi og eru okkur alveg lífsnauðsynlegar okkur til að lifa af. Matthew Walker segir mælanlegt allt að 70% fækkun í þessum mikilvæguT-drápsfrumum eftir aðeins eina nótt með fjögurra klst svefni.
Það er því ljóst að reglulegur og góður svefn hefur bein tengsl við gott ónæmiskerfi. Pössum svefninn gott fólk!