Á að telja hitaeiningar?

Því hefur oft verið haldið fram að ef við pössum okkur á að innbirgða ekki fleiri hitaeiningar en við eyðum (brennum) þá fitnum við ekki.

Þetta er mikil einföldun, vissulega getur þetta verið ágætis viðmið eða mælikvarði, en ýmislegt fleira kemur til sögunnar.

Má þar m.a. nefna efnaskipti og hormónabúskap. Öll erum við misjöfn.

Á meðan sumir geta hámað í sig kassa af súkkulaði án þess að bæta á sig grammi (nema rétt á meðan á því stendur) fitna aðrir við það að horfa á súkkulaðibitann.

Það getur verið gott að átta sig á hvað og síðan hver grunnbrennsla (grunnefnaskipti) er hjá hverjum og einum.

Grunnbrennsla líkamans (Basal metabolic rate (BMR)) er sú orkuþörf sem líkaminn þarfnast til að halda lífi án hreyfingar.

Til eru nokkrar formúlur til að reikna þetta út.

Mér finnst persónulega mjög þægilegt að nota BMR reikni : Sjá hér, http://www.bmrcalculator.org/

Á þessari síðu má einnig finna hver hitaeiningaeyðslan er með tilliti til hreyfingar.

Með þessu móti má fá nokkuð góða mynd af hitaeiningaeyðslunni yfir daginn. Eins og ég minntist á í síðasta pistli, Fáðu þér æfingafélaga, getur einnig verið bráðsniðugt að skrá allt sem borðað er inn á myfitnesspal.com og þannig er inntakan kortlögð. Það að gera þetta einstöku sinnum eða reglulega eftir sem við þá getur þetta hvatt fólk til dáða með því að betrumbæta annan hvorn þáttinn.

Þegar stunduð er reglubundin hreyfing er mikilvægt að átta sig á að viss stígandi þarf að vera við æfingar.

Flestir auka þol sitt og styrk talsvert þegar farið er af stað í ræktina. Sé sama æfingaáætlun viðhöfð til lengri tíma er hætta á stöðnun.