Appelsínu Turmeric Smoothie

Turmeric er klárlega heitasta kryddið um þessar mundir – þetta skærgula og fallega krydd er andoxunarefni sem hefur öflug bólgueyðandi áhrif ásamt fleiri góðum áhrifum á líkamann. Ég nota turmeric mikið í eldamennskunni og skelli því gjarnan út í eggjahrærur og ommelettur ásamt smoothies eins og þennan ljómandi góða appelsínugula drykk.

Innihald:

  • 1 bolli möndlumjólk
  • 1 stór banani
  • 1 bolli ananas
  • 2 msk gojiber
  • ½ tsk turmeric


Aðferð:

  • Öllu blandað saman í blender.

 

Njótið!