Skólinn – með einlægni að vopni

Viðmælandi þáttarins er Heimir Eyvindarson deildarstjóri og dönskukennari í grunnskólanum í Hveragerði. Heimir hefur komið víða við, að auki við kennaramenntunina er hann einnig garðyrkjufræðingur og tónlistarmaður, hann hefur gert garðinn frægann með hljómsveitinni Á móti sól og verið aðal lagasmiður þeirra hljómsveitar.

Í þættinum lýsir Heimir m.a. upplifun sinni á breytingum á skólastarfi grunnskólans sem hann nam við sem barn og starfar nú hjá sem deildarstjóri unglingasviðs og dönskukennari. Einnig ræðum við virka hlustun, jákvætt hugarfar ofl. sem okkur datt í hug.

Styrktaraðili þáttarins er gitarskolinn.is.

Hægt er að hlusta á þáttinn á helstu hlaðvarpsveitum á borð við Spotify, iTunes ofl. Einnig hægt að hlýða á hann í spilaranum hér að neðan.