Heilsumál: Ræktaðu þínar eigin matjurtir

Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur er gestur okkar í þessum þætti af Heilsumál.  Í þættinum fer hún yfir ræktun matjurta og hvetur fólk til að rækta sínar eigin matjurtir.

Í þættinum er m.a. farið yfir þær tegundir sem hafa gefist vel til ræktunar hér á landi, af hverju þarf að hyggja þegar fólk vill hefja ræktun, hvernig við tryggjum betri uppskeru með bætingu á frjósemi jarðvegsins sem og margar góðar ábendingar fólks varðandi ræktun matjurta.