Best að stunda þol- og styrktaræfingar

Það hefur verið löngum vitað að hverskonar þjálfun hefur góð áhrif á hjarta- og æðakerfið og almennt betra heilsufar okkar.  Samfélag okkar er sífellt að verða þyngra og hreyfing fólks fer minnkandi, mjög margir sitja við sína vinnu nær allan daginn, ferðast um í bílnum sínum og sitja svo í sófanum frameftir kvöldi.

Öll hreyfing er af hinu góða en það hefur ekki verið alveg vitað hvaða æfingarform skilar mestum árangri til þeirra sem eru að fást við yfirþyngd eða offitu.  Í 12 vikna rannsókn á hópi fólks í yfirþyngd þar sem þátttakendur stunduðu ýmist þolþjálfun, styrkarþjálfun eða blöndu af þessu tvennu, kom fram að blanda af þol- og styrktaræfingum hefur langmesta heilsufarslega ávinninginn.

 

Breyting á mittismáli eftir 8 vikur og 12 vikur (cm):

Þeir hópar sem stunduðu styrkarþjálfun eingöngu og þeir sem stunduðu bæði þol- og styrktarjálfun misstu mest af ummáli mittis.

 

Breyting á þyngd eftir 8 vikur og 12 vikur:

Þeir hópar sem stunduðu styrkarþjálfun eingöngu og þeir sem stunduðu bæði þol- og styrktarjálfun léttust mest í kílóum talið, sjá súluritið hér að neðan sem fer dýpra þyngdartapið og hvaðan það kemur.

 

Breyting á fitu eftir 12 vikna þjálfun (kg):

Af þessu má sjá að sá hópur sem stundaði þol- og styrktarþjálfun missti langmest af fitu. Af súluritinu hér að ofan að dæma þá sést að þol- og styrktarhópurinn bæði missti mikið af mittismáli og þyngd en alls ekki síst missti langmest af fitu.  Mismunurinn virðist felast í því að sá hópur bæði brenndi mikið af fitu en einnig bætt á sig vöðvum.

 

Þolpróf eftir 12 vikur (VO2max (mL/kg/min)):

Það er verulegur munur hvað þol- og styrktarþjálfunarhópurinn bætti sig langmest í þoli.  Sem bendir til betra ástands hjarta- og æðakerfisins í lok þjálfunartímabilsins.

 

Fitutap og niðurstöður þrekprófa eftir 12 vikur (%) hjá þeim hluta hópsins sem stundaði þrek- og styrktarþjálfun:

Hér eru niðurstöður hópsins sem stundaði blöndu af þol- og styrktarþjálfun hvað varðar fitutap, og sérstaklega þá kviðfitu og einnig nærri 14% bætingu í þoli og þreki til samanburðar við þá sem stunduðu engar sérstakar æfingar.

 

Niðurstaða
Langmesti heilsufarslegi ávinningur er fólginn í að blanda saman æfingum,  þ.e.a.s. blanda af þol- og styrktaræfingum.  Sá hópur sem stundaði slíkt æfingarform bætti þolið sitt langmest, losaði sig við mest af fitu, og einnig bætt við sig vöðvamassa.  En aukinn vöðvamassi hjálpar einnig til við aukna grunnbrennslu líkamans og fólk brennir fleiri kaloríum í fyrir utan æfingar.

Heimildir:
https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC3487794/