Sinaskeiðabólga – af hverju stafar hún og hvað er til ráða ?

Sinar eru úr þéttum bandvef og tengjast við bein. Sinar sjá um að rétta fingur og beygja, þær sinar sem sjá um að rétta fingur eru á handabaki en þær sem sjá um að beygja fingur eru í lófa. Úlnliðurinn er myndaður úr 8 beinum og lófamegin liggur trefjabandvefur (flexor retinaculum) milli fjögurra þeirra og myndar göng (carpal tunnel) sem sinarnar liggja um. Flestar sinar sem beygja fingur liggja um þessi göng og eru þær inn í sinaslíðri sem auðvelda hreyfingu þeirra.

Ofálagseinkenni

Sinaskeiðabólga (carpal tunnel syndrome) er ofálagseinkenni og stafar yfirleitt af endurteknum einhæfðum hreyfingum sem reyna á úlnlið og valda bólgum í sinaslíðrum. Í göngunum (carpal tunnel) er lítið pláss og því þrengir bólgan fljótt að og veldur óþægindum eða verkjum.

Hvað er til ráða ?
Rétt handstaða er mikilvæg, þ.e.a.s. ekki beygja únliðinn meira en nauðsynlegt er. Til dæmis þegar fólk er að nota lyklaborð við tölvu er mikilvægt að úlnliðurinn sé ekki í stöðugri sveigju, slíkt er uppskrift af sinaskeiðarbólgu. Ef um sinaskeiðarbólgu er að ræða er mikilvægt að hvíla liðinn og forðast hreyfingar sem reyna á beygivöðva, s.s. halda á hamri sem og áreynsluæfingar. Gott er að nota úlnliðsspelku og jafnvel hitahlíf. Ef ástandið lagast seint gæti þurft að leita til læknis eða sjúkraþjálfara.

carpal_tunnel_syndrome-edit

Print

Heimildir:
http://www.visindavefur.is/svar.php?id=52700
https://en.wikipedia.org/wiki/Carpal_tunnel