Undanfarið hafa fjölmiðlar farið mikinn vegna aðildainngöngu BDSM á Íslandi í Samtök 78 og sitt sýnist hverjum í þeim efnum. Við hjá Heilsumál settumst niður með tveimur stjórnarmönnum í BDSM félaginu til ræða vítt og breitt um BDSM, hvað það er, hvað það er ekki, fortíð, framtíð og ýmislegt annað sem bar á góma.
Viðmælendur að þessu sinni eru þau Magnús Hákonarson og Margrét Nilsdóttir frá félaginu BDSM á Íslandi. Eins og fyrr segir, þá eru þau bæði stjórnarmenn í félaginu og Magnús gegnir stöðu formanns.
Við hefjum spjall okkar á spurningunni „Hvað er BDSM?”