Yoga, Jóga, Hugleiðsla, Slökun

Hugleiðsla – Þakklæti og líkamsskönnun

Að hugleiða reglulega getur m.a minnkað streitu, kvíða, lækkkað blóðþrýsting og fl. Hugleiðsla getur hugsanlega aukið almenna líkamlega og andlega vellíðan þína. Þú þarft ekki langan tíma oft dugir hálftími eða jafnvel 10 mínútur. Það eina sem þú þarft er rými þar sem þú hefur ró og gefur sjálfri/sjálfum þér þennan tíma – fyrir þig. Með tímanum verður auðveldara að kyrra hugann. Ein erfiðasta æfingin sem þú þjálfar getur hugsanlega verið að kyrra hugann ! Erfitt en ótrúlega gagnlegt. Það eina sem þú þarft að gera er að byrja. Sumum finnst gott að hafa rólega tónlist í bakgrunni, en öðrum ekki.

Líkamsskönnun

Þessi hugleiðsla byggir á svokallaðri líkamsskönnun. Markmiðið er að beina athyglinni að líkamspörtum og losa um spennu í líkamanum. Mörgum finnst gott að byrja frá höfði og vinna sig niður andlit, háls, vinstri handlegg, hægri handlegg, brjóstkassa, maga, mjaðir, fætur, tær. Liggðu á bakinu eða sittu á stól, komdu þér vel fyrir á öruggum stað. Láttu fara vel um þig. Ef þér finnst óþægilegt að liggja, komdu þér þá fyrir í stöðu sem þér líður vel í. Lokaðu augunum. Finndu fyrir náttúrulegri/eðlilegri öndun þinni. Reyndu að finna fyrir líkamlegri tilfinningu hvers andardráttar – meðvitað.

Byrjaðu að skanna líkama þinn – Farðu frá höfði og áfram niður allan líkamann. Vertu meðvituð/meðvitaður um alla spennu sem þú skynjar í hverjum líkamsparti. Ímyndaðu þér andardrátt þinn fara inn í spennuna. Andaðu að þér- inní spennuna sem þú finnur og andaðu frá þér – til að losa spennuna. Ef spenna í þessum tiltekna líkamshluta minnkar hugsanlega ekki, þá er það í lagi, vertu bara meðvituð/meðvitaður um spennuna og haltu áfram að næsta líkamsparti.

Þakklæti

Þakkæti. Hugsaðu um það sem þú ert þakklát/þakklátur fyrir í lífi þínu. Hvað gengur vel í lífi þínu? Það er allavega jákvætt að þú ert að æfa þessa hugleiðslu núna…

Endaðu hugleiðslu með þremur djúpum andardráttum – andaðu að þér rólega (í um 5 sek) og haltu andanum að þér í um 3 sek og andaðu siðan frá þér rólega út í 8 sekúndur. Opnaðu augunum, teygðu úr þér og taktu á móti deginum.