Þökkum frábær viðbrögð

Við erum himinlifandi yfir frábærum viðbrögðum við síðunni okkar. Núna er síðan búin að vera „í loftinu“ í viku og er óhætt að segja að hún hafi fengið fljúgandi start.

Fjölmiðlar hafa haft samband við okkur, við fengið fjölda fyrirspurna og auglýsendur vilja komast að. Allt þetta hjálpar okkur að halda ótrauð áfram fram á veginn með heilsumál að leiðarljósi.